Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 860 svör fundust

Hvers vegna er straumur í ám?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er: Af því að í ám rennur vatnið! Straumur er einfaldlega rennsli vatns og ef ekkert rennsli væri í "ánni" þá væri hún alls ekki á. Miklu frekar væri þá um að ræða stöðutjörn eða stöðuvatn. Hugtakið stöðutjörn er notað um lítið stöðuvatn og í stöðutjörninni er enginn str...

Nánar

Af hverju eru svín bleik?

Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur l...

Nánar

Af hverju er svart fólk svart?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...

Nánar

Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?

Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...

Nánar

Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?

Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins...

Nánar

Er hægt að taka mynd af svartholi?

Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ...

Nánar

Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?

Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...

Nánar

Hvað er sólin gömul?

Sólin er núna um 4,6 milljarða ára gömul. Áætlað er að heildarlíftími hennar sé um 10 milljarðar ára og er sólin okkar því tæplega hálfnuð með líftíma sinn. Til eru fjölmörg svör á Vísindavefnum um sólina, til dæmis: Af hverju er sólin til? Hvernig varð sólin til? Hvenær mun sólin deyja út? Af hverju er só...

Nánar

Hvar og hvenær varð kúngfú til?

Kúngfú er forn kínversk bardagalist sem líkist karate en byggir meira á höggum með höndum en spörkum. Af heimildum að dæma má rekja uppruna hennar að minnsta kosti aftur til tíma Zhou-keisaraættarinnar sem var við völd frá 1111 til 255 f. Krist að okkar tímatali. Í kúngfú eru fimm grunnspor. Hinar fjölmargu hre...

Nánar

Af hverju fá sumir tár í augun þegar þeir sjá lauk?

Við vitum ekki til þess að algengt sé að menn fái tár í augun þegar þeir sjá lauk. Algengt er hins vegar að menn tárist við að skera lauk. Þegar laukur er skorinn leysir hann lífhvata sem breyta lífrænum sameindum lauksins í sýrur með brennisteini. Sýrurnar gufa strax upp og ef þær komast í snertingu við augun ...

Nánar

Hvernig verður gler til?

Til að búa til glært gler á einfaldasta formi þarf að blanda saman við hátt hitastig, sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis. Þegar efnin eru hituð blandast þau saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt. Síðan er blandan snöggkæld og við það ná frumeindirnar ...

Nánar

Eiga heimsálfurnar eftir að koma saman aftur?

Risameginlandið Pangea varð til seint á perm-tímabilinu sem stóð yfir frá 285-225 milljónum ára. Pangea náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar sem nú eru til. Í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? segir Sigurður Steinþórsson að það sé ólíklegt að meginlöndin sameinis...

Nánar

Er hægt að deyja úr leiðindum í dönskutíma?

Vísindavefurinn veit ekki til þess að neinn hafi gefið upp öndina í dönskutíma, alla vega ekki úr eintómum leiðindum. Hins vegar þorum við ekki að fullyrða neitt um það mál, það gæti vel verið að mörg slík tilfelli hafi átt sér stað en þau hafi ekki verið skjalfærð. Nánar er fjallað um dönsku, leiðinlega kenna...

Nánar

Hvert er gengi krónunnar?

Þegar þetta er skrifað, þann 3. apríl 2008, er gengisvísitalan 150,3 stig samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands. Sumum finnst betra að fylgjast með genginu með því að skoða hvað þarf að borga margar íslenskar krónur fyrir ákveðinn erlendan gjaldeyri, til dæmis bandaríkjadollar eða evru. Í dag þarf að bor...

Nánar

Fleiri niðurstöður